SKILMÁLAR

Almennt

Seljandi er Módern ehf., kt. 600606-1070 Vsk.nr. 92342, Faxafeni 10, 108 Reykjavík. Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi.

Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni, modern.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessa skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, myndbrengl, verðbreytingar og birgðastöðu.

1. Skilafrestur og endurgreiðslu­réttur

Hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum modern.is hefur kaupandi 14 daga til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Viðskiptavinir skulu tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins, en það er m.a. hægt að gera með því að senda tölvuskeyti á netfangið [email protected] eða senda Módern staðlað uppsagnareyðublað sem er að finna á vef Neytendastofu www.neytendastofa.is (þar sem jafnframt er að finna frekari upplýsingar um skilarétt). Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að seljandi hefur móttekið vöru aftur. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Upphæð endurgreiðslu skal vera það verð sem kemur fram á pöntunarstaðfes­tingu.

2. Pöntun

Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæði modern.is telst hún bindandi milli aðila. Módern áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun, t.d. vegna rangra verðupplýsinga á vefsíðu. Seljandi sendir kaupanda pöntunarstaðfes­tingu um leið og pöntun er skráð að því gefnu að kaupandi hafi réttilega gefið upp netfang sitt. Kaupandi er hvattur til að kanna sérstaklega hvort pöntunarstaðfesting  sem honum berst frá seljanda sé í samræmi við pöntun hans.

Þegar kaupandi velur að sækja vöru í verslun er líftími viðkomandi pöntunar 5 dagar. Að þeim tíma liðnum fellur pöntunin úr gildi.

3. Upplýsingar um vöru

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um myndbrengl, bilanir, vírusa, birtingar- og innsláttarvillur í texta og/eða myndum á vefsvæði sínu. Ef fram kemur fleiri en ein vara á mynd telst söluvara sú sem fram kemur í vöruheiti eða lýsingu.

Seljandi áskilur sér rétt til þess að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld.

4. Verð

Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara en verð eru almennt breytileg vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Það verð gildir er fram kemur á pöntunarstaðfes­tingu kaupanda hverju sinni.

Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun s.s. þjónustu, sendingargjald o.s.frv.

5. Greiðsla

Kaupandi getur innt af hendi greiðslu með greiðslukorti eða bankamillifærslu. Ef greitt er með greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Ef greitt er með bankamillifærslu eru vörur fráteknar á lager þar til greiðsla berst. Vörur eru fráteknar í 4 virka daga, með tilliti til frídaga. Ef millifærsla berst ekki innan þess tíma er pöntun aflýst.

6. Afhending á vöru

Seljandi leitast við að afhenda vöru innan 1–2 virkra daga, frá því pöntun er móttekin. Tekið er fram á pöntunarstaðfes­tingu hvenær kaupandi má búast við afhendingu miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir aðeins vörur innanlands.

Ef afhendingu vöru seinkar mun seljandi tilkynna það kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar.

Í boði er að sækja vörurnar í verslun okkar í Faxafeni 10. Ef vara er ekki sótt innan 90 daga áskilur seljandi sér rétt til þess að selja vöruna.

Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður Módern hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma.

7. Móttaka vöru

Kaupandi skal við móttöku vöru athuga án tafar og innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé ógölluð, í samræmi við pöntunarstaðfes­tingu og vörulýsingu. Þá skal kaupandi kanna hvort um sé að ræða skemmdir á vörunni tilkomnar vegna flutnings.

Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 10 daga.

8. Galli

Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa.

Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

9. Ábyrgð

Ábyrgðir seljanda eru í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hinsvegar um er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár. Ef söluhlut er ætlaður verulega lengri líftími en almennt gerist er frestur til að kvarta 5 ár. Einstakar vörur eða vörumerki hafa lengri ábyrgðartíma. Er slíkt tekið fram í hverju tilfelli fyrir sig.

Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfes­tingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað.

Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru á verkstæði án samþykkis seljanda. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar á vöru.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, innan eðilegra tímamarka.

Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

10. Persónuup­plýsingar

Módern meðhöndlar persónuupplýsingar um kaupanda vegna notkunar á vefsvæði modern.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang.

Viðskiptavinur samþykkir sérstaklega að öll símtöl sem eiga sér stað milli starfsmanna Módern og viðskiptavinar kunni að verða hljóðrituð, án þess að þess sé sérstaklega getið í upphafi hvers símtals, í þeim tilgangi að varðveita heimildir um samskipti milli aðila. Upptökur fara fram samkvæmt heimild í 48. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Viðskiptavinur samþykkir að Módern megi nota slíkar hljóðritanir í dómsmáli, m.a. gegn viðskiptavini. Módern ber enga ábyrgð á því ef símtal hefur ekki verið hljóðritað, enda ábyrgist Módern ekki að öll símtöl séu hljóðrituð.

Módern áskilur sér því rétt til að senda viðskiptavini markpóst með tölvupósti. Viðskiptavinur getur þó frábeðið sér þessa þjónustu.

11. Eignarrétturrrét

11. Vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja góða upplifun fyrir notendur. Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og þær upplýsingar til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl.

Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a.að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður og sníða þá leit, þjónustu, ofl. í samræmi við fyrri notkun og stillingar. Að safna saman tölfræðilegum upplýsingum sem notaðar eru til gefa innsýn til að bæta vefsvæðið og þjónustuna, að birta notendum auglýsingar og að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um vefinn.

Við notum Google Analytics til að til vefmælinga. Upplýsingar sem Google Analytics safnar eru ekki persónugreinanlegar upplýsingar. Við notum Facebook og Google Ads til að mögulega birta auglýsingar til notenda sem heimsótt hafa vefsvæðið en það er gert án þess að notast við persónugreinanlegar upplýsingar.

Ef þú vilt ekki heimila slíkt getur þú slökkt á þeim í stillingum í vafranum. Góðar upplýsingar um stillingar á vafrakökum er að finna hér: allaboutcookies.org

12. Eignarréttur

Vara er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti, eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda.

13. Höfundarréttur og vörumerki.

Allt efni á vefsvæði modern.is er eign modern.is eða eign birgja sem auglýsa og selja vörur sínar á vefsvæði modern.is.

Modern.is er skráð vörumerki og má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis.

14. Lögsaga og varnarþing

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um túlkun skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

15. Almennt

MÓDERN áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar lagerstöðu, og breyta verði eða hætta að bjóða uppá vöru eða þjónustu fyrirvaralaust. Verði seljandi fyrir óviðráanlegu ytri atviki (force majeure) svo sem eldgosi, jarðskjálfta, verkfalli eða þess um líkt, er seljanda heimilt að fresta efndum sínum eða falla frá kaupunum.