Raða eftir: A-Z | Verð

Ron Arad

Fæddur í Tel Aviv árið 1951. Hann er iðnhönnuður, listamaður og arkitekt og hefur hannað fyrir fyrirtæki á borð við Alessi, Bonaldo, Cassina, Cappellini, Fiam, Kartell, Moroso og Vitra. Hann stofnaði ásamt Caroline Thorman hönnunarfyrirtækið Ron Arad Associates árið 1989. Í dag kennir Ron Arad hönnun í Royal College of Art í London og þykir einn af virtustu hönnuðum heims.